Mikael Rúnar Jónsson fæddist á sjúkrahúsinu á Selfossi á hlýjum vetrardegi 2.janúar 2006.
Hann lést af slysförum 1. apríl 2017.
Hann var yngsta barn foreldra sinna, Elvu Óskarsdóttur og Jóns Gísla Guðlaugssonar. Systur Mikaels Rúnars eru Karen Elva, Aníta Ísey, Hrefna Ósk og Elín Hrönn.
Mikael Rúnar gekk í Grunnskólann í Hveragerði og æfði badminton og fótbolta með íþróttafélaginu Hamri.
Gleði og uppátækjasemi einkenndu Mikael Rúnar og best leið honum þegar hann hafði mikið að gera hvort sem var að rífa í sundur hjólið sitt og setja aftur saman, slá grasið eða horfa á Friends. Hann kunni vel að njóta líðandi stundar og hafði þá oft á orði „Þetta er lífið“.
Hann var tilfinningaríkur og fannst fátt skemmtilegra en að gleðja fólkið í kringum sig.

Mikael Rúnar Jónsson
2.1. 2006 - 1.4. 2017
